Verkefnin

Hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir útboðs- og eigin verk Þarfaþings allt frá árinu 2002.

Axlarás 50 – 66

2024

Þarfaþing er með tvær raðhúsalengjur með 13 húsum við Axlarás 50–66 í Áslandshverfi í Hafnarfirði. Húsin eru vel hönnuð og með frábæru og víðáttumiklu útsýni til norðurs og austurs. Öll húsin eru á tveimur hæðum, með inngangi frá götu á efri hæð og garðsvæði bæði að framan og aftan. Öll húsin verða ýmist afhent fullbúin með innréttingum og fullfrágenginni lóð eða tilbúinn til innréttinga með fullfrágenginni lóð. Á hverri lóð eru tvö bílastæði.

Áætluð verklok eru í byrjun árs 2026

Urriðaholtsskóli

2024

Þarfaþing reisir nú íþróttahús ásamt sundlaug, sem er lokaáfangi Urriðaholtsskóla. Byggingin er hönnuð af ÚTI INNI Arkitektum. Verkið felur í sér íþróttasal, innisundlaug með búningsklefum og útisvæði með vaðlaug og heitum potti. Í aðalbyggingunni er íþróttasalur og búningsaðstaða fyrir nemendur og íþróttafélög, með möguleika á áhorfi frá inngangshæð. Undir sundlaug er inntaks- og tækniherbergi og á efstu hæð eru fjórar kennslustofur og fundarherbergi.

Áætluð verklok eru vorið 2026

Áshamar Leikskóli

2024

Þarfaþing hefur lokið við og afhent 6 deilda leikskóla sem félagið gerði tilboð í alútboði. Þetta verkefni var sérstakt að því leiti að leikskólinn er byggður úr svokölluðum módúlum. ARKÍS arkitektar sá um hönnun en Þarfaþing samdi við pólskt félag um smíðina. Módúlarnir komu til Hafnarfjarðar í skipi sem við leigðum sérstaklega í þetta verkefni og var þeim skipað upp í Hafnarfjarðarhöfn og flutt í Áshamar 9. Þar var gengið frá þeim á steyptan sökkul. Hafnarfjarðarbær hefur þegar hafið starfsemi í húsnæðinu.

Verklok og afhending var í febrúar 2025

Áshamar 50

2023

Þarfaþing er að reisa 40 íbúða fjölbýli ásamt verslunarkjarna á jarðhæð í Hamranes hverfi í Hafnarfirði. Um er að ræða 40 íbúðir og fylgir þeim öllum bílastæði í lokuðum bílakjallara. Á 1.hæð verður 800 m2 verslunarkjarni.

Íbúðirnar eru áætlaðar í sölu vor/sumar 2025

Urriðaból

2022

Þarfaþing hefur lokið byggingu á 1.429 m2 leikskóla fyrir Garðabæ í Urriðaholti. Leikskólinn Urriðaból er 6 deilda Svansvottaður leikskóli og er arkitekt leikskólans Hulda Jónsdóttir hjá HJARK Arkitektum. Burðavirki leikskólans er úr krosslímdum timbureiningum og var leikskólinn formlega afhentur 15.02.2024.

Skógarvegur 4 & 10

2023

Þarfaþing hefur lokið við steypuvinnu og frágang innanhúss og utan á tveimur fjölbýlishúsum með samtals 87 leiguíbúðum fyrir 60 ára og eldri. Verkkaupi var Naustavör fyrir hönd Sjómannadagsráðs. Verkefnið markar lokastig í þróun leiguíbúða fyrir eldri borgara tengda þjónustumiðstöðinni Sléttan við Sléttuveg í Reykjavík. Verkefninu var skilað í tveimur áföngum þ.e í júní og október 2024
Lautargata 6

2022

Þarfaþing reisti 19 íbúða fjölbýlishúss við Lautargötu 6 í norðurhlíð Urriðaholts. Húsið er fimm hæða með lyftu og íbúðirnar eru á bilinu um 66 til 139 m² að stærð. Lokaður bílageymslukjallari er fyrir 9 íbúðir. Verklok voru í nóvember 2023
Kinnargata 43-47

2021

Þarfaþing reisti 28 íbúðir við Kinnargötu 43–47. Annars vegar voru byggðar 15 íbúðir við Kinnargötu 43–45 og hins vegar 13 íbúðir við Kinnargötu 47.

Verklok voru í september 2022 á Kinnargötu 43-45 og í mars 2023 á Kinnargötu 47

Hraungata 21-23

2020

Þarfaþing reisti 24 íbúðir við Hraungötu 21-23 í Urriðaholti. Um er að ræða tvö fjölbýlishús, annars vegar 11 íbúðir á Hraungötu 21 og hinsvegar 13 íbúðir við Hraungötu 23. Allar íbúðir eru seldar

Verklok voru í mars 2021 á Hraungötu 21og í september 2021 á Hraungötu 23

Urriðaholtsstræti 28

2019

Þarfaþing reisti 12 íbúða fjölbýlishús við Urriðaholtstræti 28 í Urriðaholtinu. Verklok voru 2019.

Hjúkrunaraheimili við Sléttuveg

2019

Sjómannadagsráð og dótturfélag þess Ölduvör vinna í samvinnu við Reykjavíkurborg að uppbyggingu fyrir aldraða við Sléttuveg. Hjúkrunarheimilið er fyrsti áfangi í stærri uppbyggingu Sjómannadagsráðs á sömu lóð sem m.a. felur í sér byggingu þjónustumiðstöðvar og íbúða fyrir aldraða. Þarfaþing var hlutskarpast í nóvember síðastliðinn í opnu útboði. Verk þetta er uppá 1137 milljónir og áætlað er að verkið hefjist í desember.

Mathöll Kringlunni

2019

Þarfaþing sá um byggingu nýrrar matsölustofu sem staðsett er á vesturhorni Kringlarinnar. Verklok voru á fyrsta ársfjórðungi 2019

Next Kringlunni

2018

Þarfaþing sá um að standsetja verslunina Next á nýjum stað 2.hæð í Kringlunni. Verkkaupi: Reitir.

 

New Yorker Kringlunni

2018

Þarfaþing innréttaði 800 fm tískuverslunina New Yorker í Kringlunni. Þarfaþing sá um allar framkvæmdir sem og verkefnastjórnun á svæðinu.

WC gangur Kringlunni

2018

Þarfaþing sá um endurgerðir á klósettgangi Kringlunnar á 2.hæð.

Hanz Kringlunni

2018

Þarfaþing lauk í júni 2018 við að innrétta herrafataverslunina Hanz í Kringlunni. Þarfaþing sá um alla smíða vinnu ásamt verkstjórn á svæðinu.

Dalskóli 2.áfangi

2018

Þarfaþing var lægst í útboði á innanhúsfrágangi í 2.áfanga Dalskóla. Verkefni þetta var uppá 1200 milljónir og felst verkið í fullnaðar frágangi innanhúss. Verklok 2019.

Holtsvegur 15-17

2018

Þarfaþing reisti 16 íbúða fjölbýlishús í Urriðaholti, Garðabæ. Íbúðirnar fóru í sölu í byrjun árs 2018.

HM Kringlunni

2017

Þarfaþing standsetti nýja verslun H&M í Kringlunni, 2.hæð. Verkkaupi: Reitir. Verklok voru í mars 2017.

Endurnýjun Ásgarðslaugar

2017

Þarfaþing hefur lokið endurnýjun á Ásgarðslaug, búningsklefum og pottum ásamt flísalögn í laugarkari. Verkefni þetta var uppá 1 milljarð.

Þingvellir Þjónustumiðstöð

2017

Þarfaþing hefur lokið við viðbyggingu á 1100 fm. þjónustumiðstöð á Þingvöllum ásamt því að gera ný bílastæði við þjónustmiðstöðina.

Bíógangur Kringlunnar

2017

Þarfaþing  samdi við Rekstrarfélag Kringlunnar um endurnýjun á gangi 3ju hæðar (bíógangi).

Toyr R Us

2017

Þarfaþing vinnur að standsetningu nýrrar verslunar Toys R Us í Kringlunni.

Hótel við Hafnarstræti

2017

Hótel við Hafnarstræti 17-19. Verkkaupi: Suðurhús ehf. Lýsing: Þarfaþing sá um uppsteypu og frágang utanhúss á nýju hóteli við Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík.

Jákvæðnihús við Landspítalann

2017

Jákvæðnihús við landspítalann. Verkkaupi: Gjöf til þjóðar, sjálfseignarst. og Landspítalinn. Lýsing: Þarfaþing kom upp sérhannaðari nýbyggingu við Hringbraut fyrir Jáeindaskanna. Byggingin er á lóð Landsspítalans.

Boss Kringlunni

2016

Þarfaþing vinnur nú að breytingum í verslaun Boss í Kringlunni.

Glæsibær Læknastofur

2016

Eggert Jónsson framkvæmdarstjóri Þarfaþings afhendir Snorra lykla af ný endurinnréttaðri aðstöðu sem aðlöguð var að þeirra starfsemi.

Dalaskóli 1.áfangi

2016

Dalskóli 1.áfangi, frágangur inni. Þarfaþing hf. hefur nú lokið vinnu við Dalskóla og skilað verkinu 16 dögum fyrir umsaminn lokatíma. Verkið fellst í fullnaðarfrágangi inni. Um er að ræða nýja  leikskólabyggingu á reits Dalskóla í Úlfarsdal.

Hótel Ísland

2015

Þarfaþing hefur lokið vinnu við endurbætur á 7. hæð Ármúla 9 fyrir Hótel Ísland.

Timbuk2 Kringlunni

2015

Þarfaþing sá um að standsetja Timbuk2 sem er sérverslun fyrir hjólreiðafólk í Kringlunni.

Sætún 1

2014

Húsfélagið Sætúni 1 hefur samið við Þarfaþing um 250 milljón króna verkefni. Þarfaþing sér um uppsteypu og frágang utanhúss á fjögra hæða viðbyggingu ásamt því að að byggja fjórðu hæðina ofan á norðurhús. Áætluð verklok eru í júlí 2014. Þarfaþing voru lægstir í útboði á innanhúsfrágangi Sætúns 1 Verkssamningur er uppá rúmmar 200 milljónir. Verklok eru áætluð í byrjun október. Verkið felst í fullnaðarfrágangi innanhús.

Farfuglaheimil Bankastræti

2014

Þarfaþing hefur tekið Bankastræti 7 í gegn frá grunni og innréttað sem farfuglaheimili. Verki lokið.

Farfuglaheimili Ásbrú

2014

I-hostel samdi við Þarfaþing um lagfæringar og aðlögun húsnæðis á Keilissvæðinu að þörfum farfuglaheimilis. Verkinu er lokið

Nesvellir Hjúkrunarheimili

2014

Reykjanesbær samdi við Þarfaþing um að innrétta 60 nýjar þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Nesvöllum. Verk upphæðin er um 540 milljónir króna. Verkþættir snúa að öllu innan hús svo sem trésmíði, raflögnum, pípulögnum og málun. Áætluð verklok eru um miðjan mars.

Þakkantur Kringlan

2013

Rekstrarfélag Kringlunnar samdi við Þarfaþing um endurnýjun á þakkanti á austurhlið Kringlunnar. Um var að ræða framhaldsverk af því sem áður hafði verið unnið að norður og suðurhlið Kringlunnar. Verkinu er lokið.

Rebook Fitness

2013

Þarfaþing sá um uppsetningu milliveggja í nýrri líkamsræktarstöð við Holtagarða, Reebok Fitnes. Verkið var unnið fyrir Reiti ehf.

Hótel Borg Pósthússtræti

2013

Þarfaþing vinnur nú við að skipta um front fyrir Hótel Borg ehf. í Pósthússtræti. Verkinu er lokið.

Vodafone Smáralind

2013

Þarfaþing hefur nú lokið við breytingar í verslun Vodafone í Smáralind.

Íslandspóstur Sólvallagötu

2013

Þarfaþing vinnur við breytingar í dreifingarstöð Íslandspóst við Sólvallagötu 79.

Sendiráð Bandaríkjanna

2012

Samið hefur verið við Securitas um breytingar í Skeifunni 8.

Borgartún 21

2012

Þarfaþing vinnur að breytingum innanhús fyrir Landfestar ehf. í Borgartúni 21. Þar sér Þarfaþing um alla verkþætti þe. smíðar, loftræstingu, pípulagir, málningarvinnu, raflagnir, flísalögn, blikksmíði ofl.

Sendiráð Bandaríkjanna

2012

Þarfaþing hefur lokið við að endurbyggja sólstofu hjá Bandaríska Sendiráðinu við Laufásveg.

Borgartún 20

2011

Þarfaþing vinnur nú fyrir Reginn ehf. að breytingu á skrifstofum í Borgartúni 20. Þarfaþing sér um alla verkþætti, þe. Smíðavinnu, raflagnir, málningarvinnu, dúkalögn ofl.

Pósthúsið Dalvegi

2011

Þarfaþing hefur lokið við innanhúsframkvæmdir á nýju pósthúsi á Dalvegi fyrir Íslandspóst.

Borgartún 26

2011

Landfestar hefur samið við Þarfaþing um lokafrágang 4.og 5. hæðar í Borgartúni 26. Þarfaþing sér um uppsetningu á milliveggjum, kerfisloftum og glerveggjum.

Vodafone

2010

Þarfaþing hefur nú lokið vinnu við standsetningu nýrrar verslunar Vodafone í Kringlunni.

Nova Kringlunni

2010

Þarfaþing hefur lokið vinnu við stækkun Nova í Kringlunni.

Adidas

2010

Þarfaþing hefur nú lokið við breytingar á verslaun Adidas í Kringlunni.

Morgunblaðshúsið

2010

Þarfaþing sá um breytingar innanhús í Morgunblaðshúsinu.

Fiskkaup

2010

Þarfaþing hefur nú lokið við frágang innanhús í húsnæði Fiskkaupa að Fiskislóð 8.

Sjónvarpshúsið Laugavegi

2010

Þarfaþing sá um að skipta út gluggum í Sjónvarpshúsinu við Laugarveg 176. Verkkaupi er Landic Property.

Hrafnista Das G-álma

2009

Þarfaþing er nú að leggja lokahönd á endurnýjun á G-álmu í Hrafnistu Dvalarheimili aldraðra við Laugarás. Um er að ræða endurnýjun á allri álmunni.Stækkun herbergja, setustofum, baðherbergjum ofl.

Pro Optik Kringlunni

2008

Þarfaþing sá um stækkun og allar breytingar í verslaun Pro Optik í Kringlunni.

Flensborgarskóli

2009

Þarfaþing hefur nú lokið við að klára þriðja og síðasta áfanga í Flensborgarskóla. Þetta er lokaáfanginn á þriggja ára verkefni sem Þarfaþing hefur verið að vinna að í Flensborgarskóla fyrir Fasteignir Ríkisjóðs.  Í þessum síðasta áfanga eru kennslustofur,efnafræðistofa, heimilisfræðistofa ofl. Verkefnið hefur gengið sérlega vel og í góðu samstarfi við stjórnendur skólans og Fasteignir Ríkisjóðs. Öllum áföngum hefur verið skilað á umsömdum tíma.

B&S Kringlunni

2009

Þarfaþing vinnur nú við að standsetja nýja verslun fyrir B&S, eða Boss og Sand í Kringlunni.

Hrafnista Das

2009

Þarfaþing hefur nú lokið við endurbætur í A- og E-álmu Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra Laugarási og er nú að hefja endurbætur í G- álmu. Um er að ræða algjöra endurnýjun á álmunni.  Fyrirhuguð verklok eru í lok febrúar 2009.

Kello Kringlunni

2008

Þarfaþing hefur nú lokið við að skipta um front í versluninni Kello í Kringlunni.

Flensborgarskóli

2008

Þarfaþing er nú að leggja lokahönd á síðasta áfanga Flensborgarskóla. Í áfanganum eru kennslustofur,efnafræðistofa,heimilisfræðistofa og fl.

Humac Kringlunni

2008

Þarfaþing vinnur nú að uppbyggingu nýrrar verslunar fyrir Humac sem er umboðsaðili Apple á Íslandi. Þarfaþing sér um flest alla verkþætti þ.e málningarvinnu,pípulagnir,dúkalögn,vélsmíði og trésmíði.

Kringlan stigagangur

2008

Þarfaþing hefur nú nýlokið við nýsmíði á svölum Kringlukráarinnar ásamt lítilsháttar lagfæringum innandyra, s.s. flísalögn.

Cafe Blau Kringlunni

2008

Þarfaþing sá um nýsmíði og fullkláraði svalir við Cafe Bleu í Kringlunni.

Kringlan stigagangur

2008

Þarfaþing sá um breytingar við inngang Kringlunnar á 2.hæð við Hagkaup.

Útibú Kaupþings í borgartúni

2008

Þarfaþing kom að mörgum stórum verkþáttum í breytingu höfuðstöðva Kaupþings Banka í Borgartúni, aðallega þáttum sem snúa að trésmíði.

Herragarðurinn Smáralind

2007

Þarfaþing sá um allar breytingar í verslun Herragarðsins í Smáralind.

Zara Kringlunni

2007

Þarfaþing sá um breytingar á verslauninni Zara í Kringlunni.

Evans Smáralind

2007

Þarfaþing sá um ýmsa verkþætti í Evans Smáralind,s.s front verslunarinnar.

Warehouse Smáralind

2007

Þarfaþing sá um ýmsa verkætti í verslauinni Warehouse í Smáralind.

Hagkaup Holtagörðum

2006

Í Hagkaupum Holtargörðum kom Þarfaþing að ákveðnum verkþáttum í snyrtivörudeild, þjónustuborði og kaffihorni ásamt því að setja upp glerfronta fyrir ýmsar smáverslanir í búðinni.

Joe Boxer Kringlunni

2006

Þarfaþing kom að ýmsum verkþáttum í Joe Boxer Kringlunni.

Jói Fel Holtagörðum

2007

Hjá Jóa Fel í Holtagörðum sáu menn Þarfaþings um heildarframkvæmdir og skiluðu fullkláruðu húsnæði.

Hreiðrið Kringlunni

2007

Þarfaþing sá um alla verkþætti í breytingum á Hreiðrinu í Kringlunni.

Topshop Smáralind

2006

Þarfaþing kom að ýmsum verkþáttum í Top Shop Smáralind.

Debenhams Smáralind

2006

Þarfaþing kom að breytingum í plássi Boss og Sand í Debenhams Smáralind.
Lyfja Smáralind

2006

Þarfaþing kom að gerð verslaunar Lyfju í Smáralind.

Útilíf Smáralind

2006

Þarfaþing sá um að standssetja nýja verslaun Útilífs í Smáralind.

Flensborgarskóli

2006

Þarfaþing var lægst í útboði í Flensborgaraskóla í Hafnarfirði. 1. áfanga á innri frágangi var lokið í ágúst 2006.

Kringlan

2006

Þarfaþing sá um endurgerð á gangi 2.hæð í Kringlunni.

Skaftahlíð 24, hús 365 miðla

2006

Þarfaþing vann að endurbótum í Skaftahlíð 24, húsi 365 miðla.

Skóverslunin Aldo Kringlunni

2005

Í nóvember 2005 tók Þarfaþing að sér smíði glugga fronta í versluninni Aldo Kringlunni. Hönnuðir glugga frontsins er Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar.

The Shoe Studio Kringlunni

2005

Þarfaþing sá um alla uppsetningu á innréttingum í Café Konditori Copenhagen í Kringlunni.

Whistles Kringlunni

2005

Í október 2005 var tískuverslunin Whistles opnuð í Kringlunni. Þarfaþing sá um alla verkþætti í því verki, hvort heldur sem var trésmíði, rafmagn, málning, uppsetningu innréttinga eða smíði á stálvirki fyrir framhlið verslunarinnar.

All Saints Kringlunni

2005

Í október 2005 var tískuverslunin , All Saints opnuð í Kringlunni Þarfaþing sá um alla verkþætti í því verki, hvort heldur sem var trésmíði, rafmagn, málning, uppsetningu innréttinga eða smíði á stálvirki fyrir framhlið verslunarinnar.

The Shoe Studio Kringlunni

2005

Í ágústmánuði 2005 var tískuverslunin , The Shoe Studio opnuð í Kringlunni Þarfaþing sá um alla verkþætti í því verki, hvort heldur sem var trésmíði, rafmagn, málning, uppsetningu innréttinga eða smíði á stálvirki fyrir framhlið verslunarinnar.

Warehouse Kringlunni

2005

Í ágústmánuði 2005 var tískuverslunin Warehause opnuð í Kringlunni Þarfaþing sá um alla verkþætti í því verki, hvort heldur sem var trésmíði, rafmagn, málning, uppsetningu innréttinga eða smíði á stálvirki fyrir framhlið verslunarinnar.

101 Skuggahverfi

2004

Í júlí 2004 vann Þarfaþing að ýmsum verkum í íbúðum í 101 Skuggahverfi.

Adidas Kringlunni

2003

Árið 2003 sá Þarfaþing um alla vinnu vegna uppsetningu á versluninni Adidas í Kringlunni, innréttingar, glerveggi ofl.

Islandia Kringlunni

2002

Í nóvember 2002 setti Þarfaþing upp nýja framhlið í versluninni Islandia í Kringlunni.