87 nýjar íbúðir við lífgæðakjarna Sléttunnar
87 íbúðir við Skógarveg 4 og 10
87 íbúðir við Skógarveg 4 og 10
Þarfaþing er að hefja vinnu við uppsteypu og fullnaðar frágang að innan og utanhús á tveimur fjölbýlishúsum með 87 leiguíbúðum fyrir 60 ára og eldri. Verkaupi er Naustavör fyrir hönd Sjómannadagsráðs,
Verkefnið er loka áfangi uppbyggingar leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri sem tengjast þjónustumiðstöðinni Sléttunni við Sléttuveg í Reykjavík. Áætluð verklok eru seinni hluta árs 2024
Nýjar íbúðir Naustavarar verða í tveimur samtengdum húsum við Skógarveg 4 og 10. Íbúðirnar eru ýmist tveggja eða þriggja herbergja á bilinu 54 til 90 fermetrar, en þrjár íbúðir verða um 120 fermetrar að stærð. Í íbúðunum er allt aðgengi gott og þær sérhannaðar með þarfir eldra fólks í huga. Hurðaop og gangar eru breiðari en gengur og gerist, einnig eru baðherbergi og eldhús sérhönnuð svo auðvelt sé að nota ýmiss konar stuðningstæki. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar um mitt árið 2024.
Undir báðum húsum verður ein stór bílageymsla þar sem stæði verða leigð út sérstaklega. Einnig verða útistæði við húsin og þar verða föst stæði einnig leigð út til íbúa með sama fyrirkomulagi og í leiguíbúðunum sem eru við Sléttuveg.
Meðfylgjandi eru tölvugerðar myndir af nýju húsunum, auk mynda frá athöfn fyrri hluta ágúst mánaðar þegar tekin var skóflustunga við upphaf framkvæmdanna.
(Tölvugerðar myndir eru fengnar að láni frá Naustavör)