Þarfaþing hefur nú lokið við að klára þriðja og síðasta áfanga í Flensborgarskóla.
Þetta er lokaáfanginn á þriggja ára verkefni sem Þarfaþing hefur verið að vinna að í Flensborgarskóla fyrir Fasteignir Ríkisjóðs. Í þessum síðasta áfanga eru kennslustofur,efnafræðistofa, heimilisfræðistofa ofl.
Verkefnið hefur gengið sérlega vel og í góðu samstarfi við stjórnendur skólans og Fasteignir Ríkisjóðs. Öllum áföngum hefur verið skilað á umsömdum tíma.