Entries by Auður

Jólagleði Þarfaþings

Þarfaþing var með árlega jólagleði föstudaginn 21.desember sl. þar sem borðaður var jólamatur og starfsfólk mætti í skrautlegum jólapeysum. Þarfaþing óskar ykkur gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem er að líða.

Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Þarfaþing hf. hefur verið valið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2018. Einungis 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla þessi ströngu skilyrði um fjárhagslegan styrk og stöðugleika. Þetta er sjöunda árið í röð sem Þarfaþing hf. hlýtur þessa viðurkenningu.